Dagsetning Tilvísun
28. sept. 1991 351/91
Niðurfelling virðisaukaskatts af mötuneyti.
Vísað er til bréfs yðar, dags. 19. september sl., þar sem þess er farið á leit við ríkisskattstjóra að sjálfseignarstofnun, sem er á fjárlögum og framfæri ríkisins alfarið, þurfi ekki að skila virðisaukaskatti af seldu fæði til starfsmanna.
Rekstur starfsmannamötuneytis er virðisaukaskattsskyld starfsemi, sbr. m.a. 2. tölul. 2. gr. reglugerðar nr. 562/1989, um virðisaukaskatt af eigin þjónustu og úttekt til eigin nota innan óskattskyldra fyrirtækja og stofnana. Ríkisskattstjóri hefur ekki heimild til að veita undanþágu frá þessu ákvæði.
Virðingarfyllst,
f.h. ríkisskattstjóra,
Ólafur Ólafsson.