Dagsetning Tilvísun
4.janúar 1990. 1/90
Virðisaukaskattur – Bifreiðaflutningur með ferju.
Vísað er til bréfs yðar, dags. 12. des. sl., þar sem spurt er hvort virðisaukaskattur muni falla á bifreiðaflutninga Herjólfs. Segir í bréfi yðar að hér sé að mestu leyti um að ræða flutning á bifreiðum farþega sem ferðast með ferjunni milli lands og Vestmannaeyja.
Að áliti ríkisskattstjóra ber skv. 2. mgr. 2. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, að greiða virðisaukaskatt af gjaldi fyrir umrædda flutninga. Ekkert undanþáguákvæði laganna þykir taka til þessarar starfsemi.
Virðingarfyllst,
f.h. ríkisskattstjóra
Ólafur Ólafsson.