Dagsetning Tilvísun
4. nóvember. 1991 358/91
Endurgreiðsla virðisaukaskatts af lækningatæki.
Ríkisskattstjóri hefur 18. október sl. móttekið bréf yðar, dags. 15. október, varðandi beiðni yðar um endurgreiðslu virðisaukaskatts af ómsjá (sónartæki) til nota á lækningastofu.
Til svars erindinu skal tekið fram að skv. 3. mgr. 2. gr. laga um virðisaukaskatt eru lækningar undanþegnar virðisaukaskatti. Undanþágan tekur aðeins til sölu eða afhendingar vinnu og þjónustu sem þar getur en ekki til virðisaukaskatts (innskatts) af aðföngum til hinnar undanþegnu starfsemi, sbr. 4. mgr. 2. gr. sömu laga.
Skattyfirvöld hafa ekki lagaheimild til að veita undanþágur frá greiðslu virðisaukaskatts af aðföngum aðila sem hafa með höndum starfsemi sem undanþegin er virðisaukaskatti.
Virðingarfyllst,
f.h. ríkisskattstjóra,
Ólafur Ólafsson.