Dagsetning Tilvísun
12. desember 1991 365/91
Virðisaukaskattur af starfsemi B.
Vísað er til bréfs yðar, dags. 6. mars 1990, þar sem þess er farið á leit við ríkisskattstjóra „að embættið úrskurði um VSK af starfsemi félagsins“ eins og það er orðað. Í erindinu segir að B annast sölu farmiða fyrir sérleyfishafa, svo og símavörslu.
Það er meginregla laga um virðisaukaskatt, sbr. 2. mgr. 2. gr., að skattskylda samkvæmt lögunum nær til allrar vinnu og þjónustu, hverju nafni sem nefnist, sem ekki er sérstaklega undanþegin. Ríkisskattstjóri fær ekki séð að umrædd þjónusta B geti fallið undir ákvæði 6. eða 13. tölul. 3. mgr. 2. gr. laganna, heldur er hér um að ræða aðföng sérleyfishafa, þ.e. 4. mgr. 2. gr. á við í þessu tilviki.
Samkvæmt framansögðu lítur ríkisskattstjóri svo á að sú starfsemi sem lýst er í bréfi yðar sé skattskyld samkvæmt virðisaukaskattslögum.
Virðingarfyllst,
f.h. ríkisskattstjóra,
Jón Guðmundsson.