Dagsetning                       Tilvísun
19. desember 1991                             373/91

 

Virðisaukaskattur – Tímamörk innskatts.

Með bréfi yðar, dags. 2. þ.m., er gerð grein fyrir því að verksmiðja, sem tekin var til gjaldþrotaskipta í ágúst sl., hafi keypt hráefni frá útlöndum í nóvember 1990 en ekki leyst það út úr tolli. Nú er kannað hvort hagkvæmt sé fyrir þrotabúið að framleiða úr þessu hráefni og er spurt í því sambandi hvort þrotabúið gæti talið til innskatts virðisaukaskatt sem innheimtur yrði við tollafgreiðslu, eða hvort sá skattur myndi teljist til innskatts þrotamanns.

Eins og fram kemur í hjálögðum leiðbeiningum ríkisskattstjóra um virðisaukaskattsuppgjör gjaldþrotabúa telst virðisaukaskattur af innkaupum fyrir uppsögu gjaldþrotaúrskurðar til innskatts þrotamanns. Þannig gildir svonefnd reikningsaðferð um innskattsfrádrátt. Um virðisaukaskatt af eigin innflutningi gildir hins vegar að telja skal virðisaukaskatt af innflutningi til innskatts á því tímabili þegar vara er tollafgreidd. Sjá athugasemdir við 15. gr. í frumvarpi til virðisaukaskattslaga.

Samkvæmt framansögðu myndi virðisaukaskattur sem félli á skráð þrotabú við tollafgreiðslu hráefna til notkunar við skattskylda starfsemi teljast til innskatts þess.

 

Virðingarfyllst,

f.h. ríkisskattstjóra,

Ólafur Ólafsson.