Dagsetning                       Tilvísun
2. mars 1992                            387/92

 

Endurgreiðsla virðisaukaskatts af vinnu manna við byggingu sambýlis.

Vísað er til bréfs yðar, dags. 9. júlí sl., þar sem óskað er álits ríkisskattstjóra á því hvort virðisaukaskattur fáist endurgreiddur, sbr. reglugerð nr. 449/1990, vegna byggingar húsnæðis sem notað er undir sambýli geðfatlaðra einstaklinga.

Samkvæmt beiðni ríkisskattstjóra hafið þér lagt fram samþykktar teikningar byggingarnefndar frá 25. október 1990 og bréf frá byggingarfulltrúa frá 26. október 1990. Af þessum gögnum verður ekki annað ráðið en húsið sé teiknað og byggt beinlínis vegna reksturs sambýlis. Samkvæmt 2. gr. reglugerðar nr. 449/1990, um endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu manna við íbúðarhúsnæði, er endurgreiðsla samkvæmt þeirri reglugerð ekki heimil vegna starfsemi sem fellur undir 3. mgr. 2. gr. laga um virðisaukaskatt, en þar á meðal er rekstur sambýlis fyrir geðfatlað fólk.

Að áliti ríkisskattstjóra er því ekki hægt að endurgreiða virðisaukaskatt á grundvelli nefndrar reglugerðar.

 

Virðingarfyllst,

f.h. ríkisskattstjóra,

Ólafur Ólafsson.