Dagsetning Tilvísun
24. mars 1992 396/92
Virðisaukaskattur – sala nótnabóka.
Vísað er til bréfs yðar, dags. 27. mars 1990, þar sem spurt er hvort það ákvæði virðisaukaskattslaga sem undanþiggur íslenskar bækur virðisaukaskatti (10. tölul. l. mgr. 12. gr.) taki til nótnabóka.
Til svars erindinu vísast til meðfylgjandi leiðbeininga um virðisaukaskatt af útgáfustarfsemi og bréfs ríkisskattstjóra, dags. 2. mars sl., þar sem svarað er sams konar fyrirspurn.
Virðingarfyllst,
f.h. ríkisskattstjóra,
Ólafur Ólafsson.