Dagsetning Tilvísun
28. apríl 1992 404/92
Vélræn skráning viðskiptafærslna vegna lánasölu.
Með bréfi yðar, dags. 18. desember 1991, farið þér fram á að ríkisskattstjóri heimili yður að nota nýtt sjóðvélakerfi frá E. sem býður upp á þann möguleika að viðskiptafærslur vegna lánasölu færist vélrænt í viðskiptabókhald yðar ekki á ósvipaðan hátt og gerist í pósakerfi greiðslukortafyrirtækjanna.
Í samtali við yður í framhaldi af erindinu kom m.a. fram að allir viðskiptavinir í reikningsviðskipum fá útgefið sérstakt kort og að mikill meirihluti þeirra eru endanlegir neytendur. Einnig kom fram að öll sala verður skráð á hefðbundinn hátt í sjóðvél um leið og afhending fer fram.
Af þessu tilefni tekur ríkisskattstjóri fram að tekjuskráning samkvæmt þessu kerfi virðist fullnægja kröfu bókhaldslaga. Einnig virðist kerfið fullnægja kröfum virðisaukaskattslaga, enda verði þess gætt við sölu til skráðra aðila að gefa út reikning í samræmi við 8. gr. reglugerðar nr. 501/1989, með áorðnum breytingum, samhliða skráningu í sjóðvél. Hefta skal kassakvittun við eintak kaupanda.
Ekki má krefjast greiðslu á viðskiptaskuldum, sem skráðar eru á þennan hátt, á grundvelli gagna sem kaupandi gæti notað til færslu innskatts.
Virðingarfyllst,
f.h. ríkisskattstjóra,
Ólafur Ólafsson.