Dagsetning                       Tilvísun
22. júní 1992                            413/92

 

Virðisaukaskattur – þóknun fyrir söfnun notaðra d.

Vísað er til bréfs yðar, dags. 18. apríl 1991, þar sem fram kemur að E. hafi samið við aðila úti á landi um að sjá um móttöku einnota d og greiðslu skilagjalds f.h. E. E. greiðir þessum aðilum þóknun sem er ákveðin upphæð fyrir hverja einingu sem þeir móttaka og greiða skilagjald fyrir. Óskað er álits ríkisskattstjóra á því hvort umrædd þóknun sé virðisaukaskattsskyld.

Með vísan til 2. mgr. 2. gr. virðisaukaskattslaga er það álit ríkisskattstjóra að þeim, sem í atvinnuskyni selur E. ofangreinda þjónustu, beri að innheimta og skila virðisaukaskatti af þóknun fyrir þjónustuna, nema samtals sala hans á skattskyldri vöru og þjónustu nái ekki lágmarki skv. 3. tölul. 4. gr. laganna (183.000 kr. á ári miðað við byggingarvísitölu l. jan. 1992).

 

Virðingarfyllst,

f.h. ríkisskattstjóra,

Ólafur Ólafsson.