Dagsetning                       Tilvísun
20. jan. 1993                            445/93

 

Virðisaukaskattur á tengigjöld hitaveitna

Vísað er til bréfs yðar dags. 7. jan. 1993 þar sem óskað eftir skriflegum úrskurði varðandi það hvaða reglur, er varða virðisaukaskatt og endurgreiðslur, skuli gilda um tengigjöld hitaveitna, opnunargjöld, aukaálestrargjöld og fleiri notkunartengd gjöld.

Í bréfi RSK frá 4. febrúar 1991 til A og B segir að notkunartengd gjöld (tengingar- og stofngjöld, tengigjöld, opnunargjöld, aukaálestursgjöld og mælaleiga) séu að áliti ríkisskattstjóra hluti af skattverði. Beri að miða við þá reglu að innheimta skuli virðisaukaskatt af þeim gjöldum sem innifalin eru í orkuverði eða seljandi krefur kaupanda sérstaklega um, nema að því leyti sem orkusalan er undanþegin skattskyldri veltu skv.11. tölul. 1. mgr.12. gr. virðisaukaskattslaganna.

Með e.lið 48. gr. laga nr. 111/l992, um breytingar í skattamálum, er afnumin fyrrgreind undanþága og með 7. tölul. 50. gr. skal sala á heitu vatni, rafmagni, olíu til hitunar húsa og laugarvatns vera með 14% virðisaukaskatti, þ.m.t. notkunartengd gjöld.

Með vísan til framanritaðs verður að telja að framangreind notkunartengd gjöld falli undir reglugerð nr. 484/1992 um endurgreiðslu virðisaukaskatts af sölu á heitu vatni og rafmagni til hitunar húsa og laugarvatns.

 

Virðingarfyllst,,

f.h. ríkisskattstjóra,

Vala Valtýsdóttir