Dagsetning                       Tilvísun
22. febr 1993                            453/91

 

Virðisaukaskattur af fjarskiptaþjónustu leigubílastöðva.

Vísað er til bréfs yðar dagsett, 3. október 1991, þar sem þess er farið á leit við ríkisskattstjóra að að hann veiti svör við eftirfarandi atriðum :

1. Spurt er um virðisaukaskatt af fjarskiptaþjónustu leigubifreiðastöðva, þegar um hlutafélag um rekstur leigubifreiða er að ræða, og leigubílstjórarnir vinna sem launþegar hjá félaginu og félagið er með starfsfólk til að sjá um fjarskipti og svara í síma.

Svar: Að áliti ríkisskattstjóra er atvinnustarfsemi sú sem lýst er í bréfi yðar skattskyld skv lögum um virðisaukaskatt. Ekki verður séð að hún geti á neinn hátt fallið undir ákvæði 6. tölul. 3. mgr. 2. gr. laganna þ.e. að um sé að ræða leiguakstur fólksbifreiða, heldur er hér um að ræða aðföng leigubifreiðastöðvar, þannig á 4. mgr. 2. gr. laganna við.

2. Spurt er um virðisaukaskatt af fjarskiptaþjónustu leigubifreiðastöðva, ef um sameignarfélag er að ræða sem er ósjálfstæður skattaðili, og ekki er um stöðvargjöld að ræða til að greiða fyrir fjarskiptaþjónustuna heldur er kostnaðinum skipt hlutfallslega eftir fyrirfram ákveðnum aðferðum.

1. Svar: Bifreiðastöðvum ber að innheimta og skila virðisaukaskatti af afgreiðslu- og stöðvargjöldum, hverju nafni sem nefnast þ.m.t. innheimtugjöldum. Þetta gildir einnig um stöðvar í eigu bifreiðastjóranna, sbr. 2. tölul. 1. mgr. 3. gr. laga um virðisaukaskatt en þar segir: „Samvinnufélögum, svo og öðrum félögum og stofnunum enda þótt þau séu undanþegin skattskyldu samkvæmt lögum nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, eða sérstökum lögum, að því leyti sem þessir aðilar selja vörur eða skattskylda þjónustu í samkeppni við atvinnufyrirtæki. Skattskyldan tekur einnig til þess þegar einungis er selt félagsmönnum eða eingöngu eru seldar skattskyldar vörur og þjónusta félagsmanna.

 

Virðingarfyllst,

f.h. ríkisskattstjóra

Vala Valtýsdóttir.