Dagsetning Tilvísun
22. feb. 1993 456/93
Virðisaukaskattur af „kostun“,
Með bréfi yðar, dags. l. október 1992, er þess farið á leit við ríkisskattstjóra að hann skeri úr um það ágreiningsefni, hvernig eigi að fara með virðisaukaskatt ef kostunaraðili greiðir meira en ef um venjulega auglýsingu væri að ræða.
Hvers konar auglýsinga- og kynningarþjónusta er skattskyld samkvæmt meginreglum laga um virðisaukaskatt. Skattskyldan tekur m.a. til svonefndra kostunarsamninga þar sem fyrirtæki ( kostunaraðili ) lætur fé renna til aðila ( kostunarþega ) sem aftur á móti lætur af hendi endurgjald af einhverju tagi, oftast auglýsingu eða kynningu á kostunaraðila eða söluvöru hans.
Ríkisskattstjóri telur að öll sú greiðsla sem greidd er fyrir slíka kostun sé virðisaukaskattskyld. Ekki skiptir máli þó svo greiðslan sé hærri en venjulegur auglýsingakostnaður þar sem ekkí er óeðlilegt að hærra gjald sé greitt fyrir slíka sértæka þjónustu.
Virðingarfyllst,
f.h. ríkisskattstjóra,
Vala Valtýsdóttir.