Dagsetning                       Tilvísun
12. júlí 1993                            497/93

 

Virðisaukaskattur – virðisaukabifreiðar

Vísað er til bréfs yðar, dags. 23. mars 1993, þar sem óskað skýringa ríkisskattstjóra á þeim reglum sem gilda um meðferð innskattshæfra bifreiða þegar slík bifreið er tekin að fullu til einkanota.

Til svars bréfs yðar skal tekið fram að ávallt ber því að útskatta sölu virðisaukabifreiðar, þ. m. t. þegar eigandi einstaklingsfyrirtækis tekur bifreið að öllu leyti til einkanota þrátt fyrir að ekki sé um eigendaskipti að ræða í þessu tilviki.

Nánari reglur um meðferð virðisaukabifreiða koma fram í hjálögðum leiðbeiningum ríkisskattstjóra um meðferð virðisaukaskatts af bifreiðum.

Beðist er velvirðingar á þeim drætti sem orðið hefur að svara fyrirspurn yðar.

 

Virðingarfyllst,

f.h. ríkisskattstjóra,

Jón Þrándur Stefánsson.

 

Hjálagt:           Leiðbeiningar um meðferð virðisaukaskatts af bifreiðum.