Dagsetning                       Tilvísun
21. júlí 1993                            503/93

 

Fasteignaleiga – leiga á rekstri

Vísað er til bréfs yðar, dags. 22. maí 1993, varðandi hugsanlegan virðisaukaskatt á leigu á orkuvirkjun.

Í bréfi yðar kemur fram að eigandi S í H við M hefur leigt O. V virkjunina til næstu ára. Leigutaki nýtir virkjunina til framleiðslu á rafmagni til sölu. Spurt er hvort slík leiga á mannvirkjum á jörð geti ekki örugglega fallið undir undanþáguákvæði 8. tl. 3. mgr. 2. gr. laga nr. 50/l988, um virðisaukaskatt.

Til svars bréfi yðar skal tekið fram að fasteignaleiga er undanþegin virðisaukaskatti, en leiga á lausafé og öðrum efnislegum og óefnislegum verðmætum er skattskyld. Ríkisskattstjóri lítur svo á, að of ekki er umsamið sérstakt endurgjald fyrir lausafjármuni, sem leigðir eru ásamt fasteign, verði að skipta leigugreiðslunni í. skattskyldan og undanþegin þátt. Skal hinn skattskyldi þáttur miðaður við verðmæti lausafjármuna af heildarverðmæti hins leigða.

Þrátt fyrir ofangreinda meginreglu lítur ríkisskattstjóri svo á að þegar rekstur er leigður í heild eða að hluta geti talist eðlilegur þáttur í leigu atvinnuhúsnæðis að láta leigutaka í té innan ákveðinna marka notkunarrétt á lausafjármunum sem notaðir eru í tengslum við fasteignina. Leiðir það til þess að leigan í heild telst undanþegin virðisaukaskatti. Skilyrði þessa eru:

  1. Að samningur taki eingöngu til lausafjármuna, sem teljist eðlilegur og nauðsynlegur þáttur í notkun viðkomandi fasteignar, þ.e. þeirrar atvinnustarfsemi sem þar er rekin.
  1. Að ekki sé í leigusamningi áskilið sérstakt endurgjald fyrir notkunarrétt lausafjármuna.

Þannig fer það eftir eðli leigusamnings orkufyrirtækjanna hvort öll leigan er undanskilin virðisaukaskatti eða aðeins viss hluti hennar.

Athygli skal vakin á því, að sé leiga undanþegin virðisaukaskatti hefur leigusali ekki rétt til endurgreiðslu virðisaukaskatts af aðföngum sínum, sbr. 4. mgr. 2. gr. virðisaukaskattslaga. Sá sem leigir aðila atvinnuhúsnæði getur hins vegar fengið frjálsa skráningu, sbr. reglugerð nr. 577/1989. Frjáls skráning leiðir til þess að leigusali skal innheimta og skila virðisaukaskatti af þeim leigugreiðslum sem skráningin tekur til eftir almennum reglum virðisaukaskattslaga, en hefur rétt til að telja virðisaukaskatt af kostnaði vegna eignarinnar til innskatts.

Sé um að ræða leigu á fasteign í sambandi við leigu á rekstri tekur frjáls skráning einnig til lausafjármuna sem leigðir eru með fasteign, sbr. að framan. Skal leigusali þá innheimta virðisaukaskatt af heildargreiðslum sem hann krefur rekstraraðila (leigutaka) um.

Frjáls skráning getur aldrei verið til skemmri tíma en tveggja ára. Sé frjáls skráning afskráð að þeim tíma liðnum munu skattyfirvöld krefjast leiðréttingar (bakfærslu) á innskatti sem aðili hefur notið vegna kaupa eða viðhalds fasteignar eða lausafjármuna, sbr. ákvæði reglugerð ar nr. 192/1993, um innskatt.

 

Virðingarfyllst,

f.h. ríkisskattstjóra,

Bjarnfreður Ólafsson.