Dagsetning                       Tilvísun
28. júlí 1993                            508/93

 

Rekstrarkostnaður bifreiðar

Vísað er til bréfs yðar, dags. 12. júlí 1993, þar sem spurt er hvort farsími teljist nauðsynlegur þáttur í rekstri bifreiðar.

Í bréfi yðar kemur m.a. fram að á stjórnarfundi T, félags X, þann 7. júlí 1993, hafi verið mótmælt þeirri túlkun ríkisskattstjóra að ekki eigi að telja kaup á farsíma til nauðsynlegs þáttar í rekstri bifreiðar.

Til svars bréfi yðar skal það tekið fram, að ríkisskattstjóri hefur litið svo á að kostnaður vegna farsíma teljist ekki vera nauðsynlegur þáttur í rekstri bifreiðar. Hins vegar geta skráðir aðilar (þ.m.t. X) notið innskattsfrádráttar að fullu vegna öflunar og rekstrar farsíma eftir almennu reglunni um frádrátt vegna rekstrarkostnaðar fyrirtækis, enda sé tækið eingöngu notað í þágu rekstrarins, sbr. 1. mgr. 16. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt.

 

Virðingarfyllst,

f.h. ríkisskattstjóra

Bjarnfreður Ólafsson