Dagsetning                       Tilvísun
9. ágúst 1993                             513/93

 

Virðisaukaskattur af útgáfu kynningarbæklinga

Vísað er til bréfs yðar, dags. 22. júní 1993, þar sem leitað er álits ríkisskattstjóra á því hvort útgáfa kynningarbæklinga fyrir ferðamenn beri 14% eða 24,5% virðisaukaskatt.

Að áliti ríkisskattstjóra er hvorki hægt að fella kynningarbæklinga yðar undir hugtökin tímarit eða bók, en skv. 5. og 6. tl. 2. mgr. 14. gr. laga nr. 50/1988, um virðisauka-skatt, ber sala bóka á íslenskri tungu, tímarita o.fl. 14% virðisaukaskatt.

Fyrrgreindir bæklingar bera því 24,5% virðisaukaskatt, en m.a. fellur ýmislegt smáprent undir þá skattprósentu, svo sem auglýsinga- og kynningarbæklingar og aðrir slíkir bæklingar.

 

Virðingarfyllst,

f.h. ríkisskattstjóra

Bjarnfreður Ólafsson.