Dagsetning                       Tilvísun
13. ágúst 1993                             514/93

 

Virðisaukaskattur – aðgangseyrir að listasafni

Vísað er til bréfs yðar frá. 30. júlí 1993, þar sem spurt er hvort innheimta beri virðisaukaskatt af aðgangseyri að listasafni.

Með vísan til 4. tl. 3. mgr. 2. gr. laga nr. 50/l988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum, er eftirtalin starfsemi undanþegin virðisaukaskatti;

„Starfsemi safna, svo sem bókasafna, listasafna og náttúrugripasafna, og hliðstæð menningarstarfsemi. Sama gildir um aðgangseyri að tónleikum, íslenskum kvikmyndum, listdanssýningum, leiksýningum og leikhúsum, enda tengist samkomur þessar ekki á neinn hátt öðru samkomuhaldi eða veitingastarfsemi. “

Fyrri málsliður ákvæðisins felur í sér að ekki er lagður virðisauka.skattur á aðgangseyri að söfnum og annað endurgjald fyrir þjónustu safna og aðila sem hafa með höndum hliðstæða menningarstarfsemi.

Samkvæmt framansögðu ber því ekki að innheimta virðisaukaskatt af aðgangseyri að listasafni.

 

Virðingarfyllst,

f.h. ríkisskattstjóra,

Bjarnfreður Ólafsson.