Dagsetning Tilvísun
24. september 1993 543/93
Virðisaukaskattur af útflutningi á vörum
Vísað er til bréfs yðar, dags. 16. janúar 1990, varðandi innheimtu virðisaukaskatts af sölu til frílagera.
Í bréfi yðar er spurt hvort sú regla gildi að sé vara seld og afgreidd til frílagers, þá skuli hefðbundin tollskýrsla fylgja, og reikningur skrifaður án virðisaukaskatts.
Til svars bréfi yðar er vísað til meðfylgjandi bréfs varðandi virðisaukaskatt af útflutningi á vörum.
Virðingarfyllst,
f.h. ríkisskattstjóra
Bjarnfreður Ólafsson