Dagsetning Tilvísun
15. júlí 1994 638/94
Virðisaukaskattur af fasteignaleigu/gistiþjónustu
Vísað er til símbréfs yðar dags. 6. apríl s.l. þar sem þér berið fram tvær spurningar varðandi fasteignaleigu/gistiþjónustu.
Fyrri spurningin er um það hvort ekki sé rétt að útleiga húsanna til tveggja ára sé undanþegin virðisaukaskatti.
Skv. 8. tl. 2. gr. laga nr. 50/l988, um virðisaukaskatt með síðari breytingum, er útleiga fasteigna undanþegin virðisaukaskatti. Það telst því rétt vera að fasteignaleiga til langs tíma, í þessu tilfelli til tveggja ára, er undanþegin virðisaukaskatti enda hafi verið gerður húsaleigusamningur um leiguna sbr. lög 44/1979, um húsaleigusamninga. Þetta svar gildir, ef stéttarfélagið er með húsin á leigu allt árið, eins og spurningin virðist bera með sér.
Seinni spurningin er um það hvort það breyti einhverju varðandi fasteignaleigu (án vsk) ef húsin eru einungis leigð stéttarfélagi til þriggja mánaða á ári, en eigandi leigi þau t.d. um helgar að vetri til, eða utan þess tíma sem til er tekinn í samningi við stéttarfélag.
Rekstraraðili getur ekki á einu rekstrarári bæði selt út gistiþjónustu og verið með virðisaukaskattslausa fasteignaleigu, nema innan mjög þröngra marka. Í 2. mgr. 3. gr. reglugerðar nr. 192/1993, sbr. reglugerð nr. 306/1994, segir að aðili sem rekur skattskylda gistiþjónustu hluta úr ári og fasteignaleigu hluta úr ári teljist vera með blandaða starfsemi, enda hafi hann með höndum sölu á skattskyldri gistiþjónustu í fimm mánuði á ári eða skemur. Þ.e. ef gistiþjónusta (útleiga til skamms tíma) tekur til lengri tíma en fimm mánaða á ári, ber að innheimta 14 % virðisaukaskatt af allri starfseminni (einnig fasteignaleigunni).
Til frekari upplýsinga sendist yður hér með reglugerð nr. 1927l993 um innskatt, reglugerð nr. 306/1994, um breyting á reglugerð um innskatt, með síðari breytingum, ásamt bréfi ríkisskattstjóra, dags. 27. des. 1993, um fasteignaleigu og gistiþjónustu.
Virðingarfyllst,
f.h. ríkisskattstjóra,
Vala Valtýsdóttir