Dagsetning Tilvísun
7. sept. 1994 641/91
Virðisaukaskattur af innlögn bænda til afurðastöðva
Vísað er til bréfs yðar dags. 13. júlí 1994 þar sem spurt er, hvort kjötafurðastöðvum fyrir hönd bænda beri að innheimta 24,5 % virðisaukaskatt af innlögðum afurðum, eða hvort innheimta beri 14% virðisaukaskatt af kjöti og innmat en 24,5% virðisaukaskatt af gærum og húðum.
Til svars bréfi yðar skal tekið fram að í 2. gr. reglugerðar nr. 554I1993, um virðisaukaskattsskylda sölu á vörum til manneldis o.fl., eru talin upp tollskrárnúmer þeirra vara sem bera 14 % virðisaukaskatt. Sala ógerilsneyddrar mjólkur til afurðastöðva ber 24,5 % virðisaukaskatt sbr. 1. gr. reglugerðar nr. 554/1994 og sala búgripa til afurðastöðva ber 24,5 % virðisaukaskatt skv. meginreglu l. mgr. 14. gr. laga nr. 50/l988, um virðisaukaskatt, enda eru tollskrárnúmer þessara vara ekki talin upp í 2. gr. áðurnefndrar reglugerðar. Búgripir verða að kjöti, innmat, gærum o.fl. þegar þeim hefur verið slátrað.
Að lokum skal tekið fram yður til upplýsingar, að þrátt fyrir lokaorð 1. mgr. l. gr. reglugerðar nr. 554/1993 ber að áliti ríkisskattstjóra að reikna 14% virðisaukaskatt á allar búsafurðir sem bændur taka til heimanotkunar hvort sem um er að ræða mjólk, kjöt, fisk, egg eða grænmeti.
Virðingarfyllst,
f.h. ríkisskattstjóra,
Vala Valtýsdóttir