Dagsetning                       Tilvísun
14. des. 1994                            659/94

 

Innskattsfrádráttur af sjúkravörum

Vísað er til bréfs yðar dags. 2. des. 1994, þar sem spurst er fyrir um hvort innskattur af sjúkravörukaupum s.s. varningi í sjúkrakistum skipa, komi til frádráttar útskatti við virðisaukaskattsuppgjör.

Samkvæmt 16. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt er heimilt að telja til innskatts virðisaukaskatt af aðkeyptum rekstrarfjármunum, vörum, vinnu, þjónustu og öðrum aðföngum sem eingöngu varða sölu skattaðila á vörum og skattskyldri þjónustu.

Að áliti ríkisskattstjóra er heimilt að telja virðisaukaskatt af kaupum á sjúkravörum til nota um borð í skipum til innskatts hjá útgerðarfélögum.

 

Virðingarfyllst,

f.h. ríkisskattstjóra,

 

Vala Valtýsdóttir