Dagsetning Tilvísun
20. júní 1995 687/95
Reikningsmeðferð stimpil- og þinglýsingargjalda
Vísað er til bréfs yðar dags. 31. maí 1995 þar sem óskað er eftir áliti ríkisskattstjóra á því hver reikningsleg meðferð stimpilgjalda og þinglýsingargjalda vegna lána í bifreiðaviðskiptum eigi að vera, þ.e. hvort heimilt er að halda þeim utan skattverðs sem útlögðum kostnaði á sölureikningi bifreiðaumboðs vegna bifreiðakaupa.
Að áliti ríkisskattstjóra er heimilt að halda stimpilgjöldum og þinglýsingargjöldum utan skattverðs sem útlögðum kostnaði þótt frumrit reiknings sé skráð á nafn bifreiðaumboðs og viðskiptavinur fái því ekki frumrit í hendur. Um er að ræða opinbera gjaldtöku er beinist að bifreiðakaupanda sjálfum en ekki bifreiðaumboðinu. Á reikningi þarf að koma skýrt fram að um stimpil- og þinglýsingargjöld sé að ræða. Þessi regla gildir ekki um annan lántökukostnað ef einhver er.
Virðingarfyllst,
f.h. ríkisskattstjóra,
Vala Valtýsdóttir