Dagsetning Tilvísun
5. júlí 1995 690/95
Virðisaukaskattur af rannsóknum á snjóflóðum
Vísað er til bréfs yðar dags. 14. júní 1995 þar sem spurst er fyrir um hvort styrkur til rannsókna á snjóflóðum sé undanþeginn virðisaukaskatti eða ekki.
Í bréfi yðar segir m.a.:
“Veðurstofa Íslands fjármagnar umræddar rannsóknir að hluta með Norrænum styrk og að hluta með fjárframlagi úr Ofanflóðasjóði.”
Og síðar segir:
“Í samráði við Raunvísindastofnun og Veðurstofuna er fyrirkomulag málsins með þeim hætti að undirritaður sendir reikninga fyrir vinnu sinni til Veðurstofunnar og færir sem tekjur í sínu bókhaldi, en hefur á móti margvíslegan kostnað á móti styrknum.”
Samkvæmt lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, er öll vinna og þjónusta svo og vörusala virðisaukaskattsskyld, nema hún sé sérstaklega undanþegin í lögunum. Samkvæmt 3. tölul. 4. gr. laganna eru þeir sem selja skattskylda vöru eða þjónustu fyrir minna en kr. 100.000 á ári undanþegnir skattskyldu. Fjárhæðin breytist 1. janúar ár hvert í samræmi við byggingavísitölu. Frá 1. janúar 1995 er hún kr. 194.400.
Samkvæmt lýsingu í bréfi yðar seljið þér Veðurstofu Íslands vinnu yðar og ber yður því að innheimta virðisaukaskatt af þeirri sölu ef samtals tekjur yðar fyrir útselda vinnu og þjónustu er kr. 194.400 á tólf mánaða tímabili.
Styrkþegi skal innheimta virðisaukaskatt af styrkjum ef styrkveitandi krefst þjónustu eða einhvers endurgjalds fyrir styrkinn, þ.e. þá er um þjónustukaup að ræða.
.
Virðingarfyllst,
f.h. ríkisskattstjóra,
Vala Valtýsdóttir