Dagsetning Tilvísun
28. ágúst 1995 692/95
Virðisaukaskattur af sölu erlendra fiskiskipa á fiskmörkuðum
Vísað er til bréfs yðar, dags. 16. maí 1995, þar sem spurst er fyrir um meðferð virðisaukaskatts af sölu erlendra fiskiskipa á fiskmörkuðum.
Í bréfi yðar kemur fram að fiskmarkaðir eru milliliðir sem hvorki selja né kaupa fisk, þ.e. þeir hafa fiskinn til sölumeðferðar og á uppboði ákveða kaupendur verðið. Fiskmarkaðir sjá um að innheimta greiðslur frá kaupendum og greiða seljendum.
Að lokum er þeirri spurningu beint til ríkisskattstjóra, hvernig fiskmarkaðirnir eigi að fara með þann virðisaukaskatt sem reiknast á afla af erlendum skipum sem seldur er hér á landi.
Sala erlendra fiskiskipa á afla sínum hingað til lands er innflutningur og ber að fara með virðisaukaskattinn af viðskiptunum á sama hátt og af öðrum innflutningi, þ.e. fiskmarkaði ber að skila honum til tollstjóra ásamt innflutningsskýrslu.
Virðingarfyllst,
f.h. ríkisskattstjóra,
Vala Valtýsdóttir