Dagsetning                       Tilvísun
13. september 1995                            696/95

 

Virðisaukaskattur af þjónustu “ródara”

Vísað er til bréfs yðar dags. 6. september 1995, þar sem þér óskið eftir leiðbein-ingum ríkisskattstjóra um hvort þjónusta svokallaðra “ródara” við hljómsveitir falli undir virðisaukaskattsskylda starfsemi í skilningi 1. tl. 3. gr. laga nr. 50/1988.

Að mati ríkisskattstjóra taka engin undanþáguákvæði virðisaukaskattslaga til starfa “ródara” og teljast störf þeirra því falla undir virðisaukaskattsskylda starfsemi í skilningi 1. tl. 3.gr. virðisaukaskattslaga.

 

Virðingarfyllst,

f.h. ríkisskattstjóra,

Vala Valtýsdóttir