Dagsetning                       Tilvísun
3. nóvember 1995                            702/95

 

Endurgreiðsla virðisaukaskatts af þjónusta við erlenda aðila

Vísað er til bréfs yðar dags. 2. október 1995, þar sem spurst er fyrir um endur-greiðslu virðisaukaskatts af þjónustu við erlendan aðila.

Í bréfi yðar segir:

“Erlendur aðili hefur mörg undanfarin ár stundað reglulega fólksflutninga (ferja + bíll) til og frá landinu að sumarlagi. Hefur hann auglýst þessar ferðir hér á landi.

Með vísan m.a. til rgl. nr. 63/1994 og 194/1990 er óskað álits á því hvort erlendi aðilinn á rétt á endurgreiðslu virðisaukaskatts af auglýsingum sem hann kaupir hér á landi og hvernig framgangsmátinn yrði í því sambandi.”

Í I. kafla reglugerðar nr. 194/1990, um virðisaukaskatt af þjónustu fyrir erlenda aðila og af aðkeyptri þjónustu erlendis frá, með síðari breytingum, er að finna ákvæði sem undanþiggja sölu tiltekinnar þjónustu, til erlendra aðila, virðisauka- skattsskyldri veltu. Skilyrði fyrir undanþágu skv. I. kafla eru að selt sé til aðila sem hvorki hefur búsetu né starfsstöð hér á landi og

a) Þjónustan sé nýtt að öllu leyti erlendis

eða

b) Kaupandi gæti – ef starfsemi hans væri skráningarskyld hér á landi samkvæmt lögum um virðisaukaskatt – talið virðisaukaskatt vegna kaupa   þjónustunnar til innskatts, sbr. 15. og 16. gr. laganna.

Auglýsingaþjónusta sú sem nefnd er í bréfi yðar og er í tengslum við starfsemi aðila telst ekki nýtt að öllu leyti erlendis og fellur því ekki undir a-lið.

Fólksflutningar eru ekki virðisaukaskattsskyld starfsemi hér á landi og því fellur starfsemi umbjóðanda yðar ekki undir þann lið.

Skilyrði til undanþágu skv. reglugerð nr. 194/1990, eru því ekki fyrir hendi hjá umbjóðanda yðar, þar sem hann uppfyllir hvorugt ofantalinna atriða.

Reglugerð nr. 63/1994 á einungis við þá aðila sem í atvinnuskyni hafa með höndum fólksflutninga milli landa og eru með heimilisfesti hér á landi sbr. 4. gr. reglu-gerðarinnar. Þar sem umbjóðandi yðar hefur ekki heimilisfesti hér á landi fellur starfsemi hans ekki undir nefnda reglugerð.

 

Virðingarfyllst,

f.h. ríkisskattstjóra,

Vala Valtýsdóttir