Dagsetning Tilvísun
19. feb. 1990 24/90
Virðisaukaskattur – veiðileyfi.
Fjármálaráðuneytið hefur sent embætti ríkisskattstjóra til afgreiðslu erindi yðar, dags. 23. nóvember sl., varðandi virðisaukaskatt á veiðileyfi. Í erindinu er farið fram á staðfestingu þess að jafnt lax- og silungsveiðileyfi vegna veiða í ám og vötnum verði undanþegin virðisaukaskatti, svo og veiði á eldisfiski sem sleppt er í þar til gerðar tjarnir. Í framhaldsbréfi, dags. 6. febrúar sl., segir að sú regla hafi gilt að greitt sé ákveðið verð fyrir veiðileyfi í tjörnum og lónum. Það gildi fyrir ákveðið tímabil, t.d. 2 til 1 dag. Einnig sé greitt ákveðið gjald fyrir hvern veiddan fisk. Þannig hafi aflaklær greitt hærra gjald (fleiri fiskar) en þeir sem minna hafa veitt.
Til svars erindinu skal tekið fram að skv. 8. tölul. 3. mgr. 2. gr. laga nr. 50/1988 er fasteignaleiga undanþegin virðisaukaskatti. Endurgjald fyrir veiðirétt fellur hér undir – hvort sem um er að ræða sölu lax- eða silungsveiðileyfa – enda sé það fast gjald, óháð veiðifeng. Sé greiðsla tengd því hversu mikið veiðist verður að telja að um sé að ræða virðisaukaskattsskylda vörusölu (sala á fiski).
Virðingarfyllst,
f.h. ríkisskattstjóra
Ólafur Ólafsson.