Dagsetning                       Tilvísun
15. mars 1996                            726/96

 

Virðisaukaskattur – reikningsútgáfa skiptastjóra í eignarlausum þrotabúum.

Vísað er til bréfs yðar, dags. 8. mars sl., þar sem óskað er eftir leiðbeiningum ríkisskattstjóra um það hvernig reikningsútgáfu skuli hagað í því tilviki þegar um er að ræða eignarlaust bú og gerðarbeiðandi, í þessu tilviki opinber aðili, greiðir í raun skiptakostnað.

Til svars erindinu skal tekið fram að skiptastjóri skal gefa út reikning á viðkomandi bú án tillits til þess hvort búið er eignarlaust eða ekki. Þetta gerir að verkum að í þeim tilvikum sem um er að ræða eignarlaust bú virðisaukaskattsskylds aðila þá ber skiptastjóra sem endranær að gefa út reikning á búið fyrir sinni þóknun og er þá útskattur skiptastjórans innskattur búsins.

Að lokum skal tekið fram að ekki í neinum tilvikum ber að gefa út reikning fyrir þóknun skiptastjóra á gerðarbeiðanda. Af framansögðu leiðir er gerðarbeiðanda sem er opinber aðili ekki heimilt í slíkum tilvikum að krefjast endurgreiðslu á virðisaukaskatti vegna aðkeyptar sérfræðiþjónustu skv. 5. tölul. 12. gr. reglugerðar nr. 248/1990, um virðisaukaskatt af skattskyldri starfsemi opinberra aðila.

 

Virðingarfyllst,

f.h. ríkisskattstjóra,

Vala Valtýsdóttir.

 

Afrit: L