Dagsetning                       Tilvísun
24. apríl 1996                            732/96

 

Fólksflutningar – vélsleðaferðir – skipulagðar hópferðir

Vísað er til bréfs yðar, dags. 19. apríl 1996, þar sem spurt er um virðisaukaskattsskyldu á sölu hópferða á vélsleðum undir leiðsögn fararstjóra.

Til svars bréfi yðar skal tekið fram að leiga lausafjár í atvinnuskyni er virðisaukaskattsskyld starfsemi, þ.m.t. vélsleðaleiga. Í þessu sambandi skal þó tekið fram að skipulagðar hópferðir undir leiðsögn fararstjóra eru undanþegnar virðisaukaskatti skv. 6. tölul. 3. mgr. 2. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum. Ekki skiptir máli hvort slíkar skipulagðar hópferðir eru farnar á hestum, vélsleðum eða öðrum farartækjum.

 

Virðingarfyllst,

f.h. ríkisskattstjóra

Bjarnfreður Ólafsson