Dagsetning Tilvísun
19. feb. 1990 26/90
Söluskattskvaðir á búvélum.
Vísað er til erindis yðar, dags. 31. janúar sl., þar sem spurt er hvernig fari með kvaðir sem þinglýst var á dráttarvélar bænda vegna endurgreidds söluskatts.
Að höfðu samráði við fjármálaráðuneytið vill ríkisskattstjóri taka fram að kvaðir þessar teljast hafa fallið úr gildi við upptöku virðisaukaskatts l. janúar sl. Frá og með þeim tíma verður bóndi hins vegar að greiða virðisaukaskatt af sölu dráttarvélar – sem og annarra rekstrarfjármuna.
Fjármálaráðuneytið mun hlutast til um að umræddum kvöðum verði aflýst.
Virðingarfyllst,
f.h. ríkisskattstjóra
Ólafur Ólafsson.