Dagsetning                       Tilvísun
26. júlí 1996                            745/96

 

Virðisaukaskattur af tollkvóta

Vísað er til bréfs yðar, dags. 27.maí 1996, sem sent var fjármálaráðuneytinu og framsent ríkisskattstjóraembættinu, með bréfi dags. 6. júní 1996.

Í bréfi yðar er óskað skýringa á því, hvers vegna umbjóðanda yðar er ekki heimilt að greiða 14% virðisaukaskatt af tollkvóta, líkt og hann gerir af öðrum tolli.

Ekki ber að innheimta virðisaukaskatt vegna sölu á tollkvóta, þar sem um lögbundna starfsemi er að ræða sem ekki getur farið fram á vegum annarra aðila en landbúnaðarráðuneytisins og telst því ekki í samkeppni við atvinnufyrirtæki.

Lögbundin starfsemi opinberra aðila telst ekki vera rekin í samkeppni við atvinnufyrirtæki þegar öðrum aðilum er ekki heimilt að veita sambærilega þjónustu með sömu réttaráhrifum sbr. 1. tölul. 2. mgr. 6. gr. reglugerðar nr. 248/90, um virðisaukaskatt af skattskyldri starfsemi opinberra aðila.

 

Virðingarfyllst,

f.h. ríkisskattstjóra,

Jón H. Steingrímsson