Dagsetning                       Tilvísun
27. júní 1997                            805/97

 

Virðisaukaskattur – lántökugjald – sala notaðra vélsleða – óbreytt framkvæmd.

Með bréfi dags 18. apríl sl. var yður sent ljósrit af dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu B. gegn íslenska ríkinu. Eins og yður er kunnugt um felldi dómurinn alla kröfuna niður, þ.e. talið var að lántökugjald sem seljandi krafði kaupendur um teldist ekki til skattverðs ásamt því að talið var að skattverðsregla 10. gr. virðisaukaskattslaga gilti um sölu notaðra vélsleða áður en því ákvæði var breytt.

Fjármálaráðuneytið hefur ákveðið að áfrýja dóminum til Hæstaréttar. Af þessum sökum telur ríkisskattstjóri rétt að skattstjórar haldi óbreyttri framkvæmd í sambærilegum málum þar til Hæstiréttur hefur kveðið upp úrskurð í málinu.

 

Virðingarfyllst,

f.h. ríkisskattstjóra,

Vala Valtýsdóttir.