Dagsetning Tilvísun
20. janúar 1998 835/98
Endurgreiðsla virðisaukaskatts til sveitarfélaga og stofnana þeirra
Vísað er til bréfs yðar, dags. 24. nóvember 1997, þar sem spurst er fyrir um, hvort hafnarsjóðir sveitarfélaga fái endurgreiddan virðisaukaskatt sem þau greiða Bifreiða-skoðun hf. vegna löggildingar á hafnarvogum.
Samkvæmt 5. tölul. 12. gr. reglugerðar nr. 248/1990, um virðisaukaskatt af skatt-skyldti starfsemi opinberra aðila, skal endurgreiða ríki, sveitarfélögum og stofnunum þeirra virðisaukaskatt sem þau greiða við kaup á þjónustu verkfræðinga, tækni-fræðinga, arkitekta, lögfræðinga, löggiltra endurskoðenda og annarra sérfræðinga er almennt þjóna atvinnulífinu og lokið hafa háskólanámi eða sambærilegu langskóla-námi eða starfa sannanlega á sviði fyrrgreindra aðila og veita sambærilega þjónustu.
Í bréfi yðar kemur fram að umrædd þjónusta krefjist almennt starfsmanna með háskólamenntun. Skv. framansögðu ættu því hafnarsjóðir að fá endurgreiddan virðisaukaskatt sem þau greiða vegna löggildingar á hafnarvogum.
Virðingarfyllst,
f.h. ríkisskattstjóra,
Vala Valtýsdóttir