Dagsetning Tilvísun
23. mars. 1990 32/90
Virðisaukaskattur af þjónustu tannsmiða.
Vísað er til bréfs yðar, dags. l. nóv. sl., þar sem spurt er hvort þjónusta tannsmiða sé virðisaukaskattsskyld. Segir í bréfi yðar að hér sé átt við þá þjónustu sem fellur innan hinnar löggiltu iðngreinar tannsmíði, þ.e.a.s. smíði og lagfæringar á gervigómum og tönnum.
Til svars erindinu skal tekið fram að starfsemi tannsmiða fellur að áliti ríkisskattstjóra undir undanþáguákvæði 1. tölul. 3. mgr. 2. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt (eiginleg heilbrigðisþjónusta), enda fer þessi starfsemi í ýmsum tilvikum fram á tannlæknastofum.
Virðingarfyllst,
f.h. ríkisskattstjóra
Ólafur Ólafsson.