Dagsetning                       Tilvísun
20. janúar 1998                            836/98

 

Endurgreiðsla virðisaukaskatts til opinberra aðila

Vísað er til bréfs yðar, dags. 8. desember 1997, þar sem þér spyrjist fyrir um hvort Menntaskólanum við Sund fái endurgreiddan virðisaukaskatt af þjónustu sem hann kaupir vegna eftirlits og skipulags tölvumála í skólanum. Ljósrit af samningi vegna kaupa þjónustunnar fylgdi bréfinu.

Til svars erindinu skal tekið fram að samkvæmt 5. tölul. 12. gr. reglugerðar nr. 248/1990 skal endurgreiða sveitarfélögum og ríkisstofnunum virðisaukaskatt sem þau greiða við kaup á þjónustu tæknifræðinga, arkitekta, lögfræðinga, löggiltra endur-skoðenda og annarra sérfræðinga er almennt þjóna atvinnulífinu og lokið hafa háskólanámi eða sambærilegu langskólanámi eða starfa sannanlega á sviði fyrr-greindra aðila og veita sambærilega þjónustu.

Samningur sá er hér um ræðir felur í sér fastan aðgang að sérfræðingi í hugbúnaðar-málum sem jafnframt sinnir helstu þjónustu við notendur hugbúnaðar skólans. Að mati ríkisskattstjóra er hér um að ræða sérfræðiþjónustu er fellur undir framangreint ákvæði í 5. tölul. 12. gr. reglugerðar nr. 248/1990.

 

Virðingarfyllst,

f.h. ríkisskattstjóra,

Vala Valtýsdóttir