Dagsetning Tilvísun
29. mars 1990 33/90
Virðisaukaskattur af bifreiðum.
Vísað er til bréfs yðar, dags. 15. mars 1990, til skattstjóra Vesturlandsumdæmis, sem hann framsendi ríkisskattstjóra til afgreiðslu. Í bréfinu er óskað upplýsinga um “ . . . hvort Toyota Hilux 2400 Double Cab Diesel, sem keypt var þann 19. janúar 1990 sé undanþegin virðisaukaskatti bæði hvað varðar kaup og rekstur. Bifreið þessi er eingöngu notuð í rekstri vegna sæðinga á Snæfellsnesi.“
Til svars erindinu skal tekið fram að bifreiðar af umræddri gerð teljast fólksbifreiðar í skilningi 6. tölul. 3. mgr. 16. gr. laga um virðisaukaskatt, sbr. reglugerð nr. 530/1989, um frádrátt virðisaukaskatt. Þar af leiðandi má hvorki telja virðisaukaskatt af öflun, rekstri né leigu bifreiðarinnar til innskatts, jafnvel þótt hún sé eingöngu notuð vegna skattskyldrar starfsemi.
Hjálagt sendist yður til fróðleiks ljósrit af bréfi ríkisskattstjóra, dags. 5. mars sl., til bifreiðaumboða, þar sem er m.a. að finna skilgreiningu hugtakanna sendiferðabifreið og fólksbifreið.
Virðingarfyllst,
f.h. ríkisskattstjóra
Ólafur Ólafsson.