Dagsetning Tilvísun
3. apríl 1990 36/90
Endurgreiðsla söluskatts af birgðum um áramót.
Vísað er til bréfs yðar, dags. 15. jan. sl., þar sem óskað er upplýsinga um hvernig fara eigi með þær birgðir af efni í heimæðar sem fyrir hendi voru um sl. áramót og söluskattur hefur verið greiddur af.
Til svars erindinu sendist yður hér með afrit af bréfi ríkisskattstjóra til allra skattstjóra, dags. 7. feb. sl. Í því kemur m.a. fram að engin heimild er til að endurgreiða orkusölufyrirtækjum söluskatt af birgðum þeirra um áramót af efni sem þau nota til eigin þarfa.
Virðingarfyllst,
f.h. ríkisskattstjóra
Ólafur Ólafsson.