Dagsetning Tilvísun
14. apríl 1990 39/90
Endurgreiðsla söluskatts af birgðum um áramót.
Vísað er til bréfs yðar, dags. 2. febrúar sl., þar sem óskað er upplýsinga um hvort söluskattur fáist endurgreiddur af birgðum orkuveitna sem greiddur var á síðasta ári og hvílir á birgðum um áramót.
Til svars erindinu sendist yður hér með afrit af bréfi ríkisskattstjóra til allra skattstjóra, dags. 7. feb. sl. Í því kemur m.a. fram að engin heimild er til að endurgreiða orkusölufyrirtækjum söluskatt af birgðum þeirra um áramót af efni sem þau nota til eigin þarfa.
Virðingarfyllst,
f.h. ríkisskattstjóra,
Ólafur Ólafsson.