Dagsetning                     Tilvísun
14. apríl 1990                            42/90

 

Frádráttur virðisaukaskatts vegna bifreiða.

Vísað er til bréfs yðar, dags. 15. jan. sl., þar sem spurt er hvort sjálfstæður atvinnurekandi (rekstur þungavinnuvéla) geti talið virðisaukaskatt af nýrri sendi- eða pallbifreið (pickup-bifreið) til innskatts. Jafnframt er spurt hvort bændur eigi ekki sama rétt ef þeir eru ábúendur á lögbýli með fullan atvinnurekstur.

Til svars erindinu sendist yður hér með ljósrit af bréfi ríkisskattstjóra til bifreiðaumboðanna, dags. 5. mars sl. Jafnframt staðfestist að einstaklingar sem stunda virðisaukaskattsskylda starfsemi, þ.m.t. bændur, geta talið virðisaukaskatt vegna öflunar vöruflutninga- og sendiferðabifreiða undir þremur og hálfu tonni til innskatts – en þó aðeins ef bifreiðar þessar eru eingöngu notaðar vegna virðisaukaskattsskyldrar starfsemi.

 

Virðingarfyllst,

f.h. ríkisskattstjóra

Ólafur Ólafsson.