Dagsetning Tilvísun
14. apríl 1990 53/90
Virðisaukaskattur – textun kvikmynda.
Vísað er til erindis yðar, dags. 9. febrúar 1990, þar sem spurt er hvort sú starfsemi að setja íslenskan texta á erlendar kvikmyndir og erlendan texta á íslenskar myndir falli undir undanþágu 12. tölul. 3. mgr. 2. gr. laga um virðisaukaskatt.
Textun kvikmynda – þ.e. sú starfsemi að setja texta á kvikmynd eftir handriti (þýðingu) – er virðisaukaskattsskyld þjónusta, sbr. meginreglu 2. mgr. 2. gr. laga um virðisaukaskatt, og fellur ekki undir undanþáguákvæði 12. tölul. 3. mgr. þeirrar greinar. Hins vegar er vinna við þýðingu kvikmyndar undanþegin virðisaukaskatti á grundvelli þessa ákvæðis.
Virðingarfyllst,
f.h. ríkisskattstjóra
Ólafur Ólafsson.