Dagsetning Tilvísun
7. maí 1990 56/90
Virðisaukaskattur – póstkröfukostnaður o.fl.
Vísað er til bréfs yðar, dags. 2. janúar 1990, þar sem spurt er um meðferð virðisaukaskatts vegna póstkröfukostnaðar, víxilkostnaðar og vara sem seldar voru fyrir sl.. áramót en endursendar seljanda eftir áramót.
Til svars erindinu skal eftirfarandi tekið fram:
- Um póstkröfuviðskipti. Í póstkröfuviðskiptum greiðir seljandi (sendandi vöru) póstkröfukostnað og fær reikning frá pósthúsi fyrir honum. Sá virðisaukaskattur sem kemur fram á reikningi pósthússins er innskattur virðisaukaskattsskylds seljanda.
- Seljanda ber að telja póstkröfukostnað og annan sendingarkostnað, sem hann krefur kaupanda um, til skattverðs, sbr. 2. tölul. 2. mgr. 7. gr. laga nr, 50/1988, þ.e. þessir liðir eru hluti af gjaldstofni við útreikning á útskatti seljanda.
- Um víxilkostnað. Til svars þessum lið fyrirspurnar yðar fylgir hjálagt bréf ríkisskattstjóra frá 19. feb. sl. um skattverð í afborgunarviðskiptum. Þar kemur m.a. fram að allar greiðslur, annar en eiginlegir vextir, sem seljandi krefur kaupanda um sem skilyrði fyrir lánssölu (afborgunarsölu) telst til skattverðs. Sérregla gildir þó um stimpilgjald.
- Um endursendar vörur. Um meðferð virðisaukaskatts af vörum sem seldar voru fyrir áramót en er skilað eftir áramót vísast til meðfylgjandi minnisblaðs, dags. 4. janúar sl.
Virðingarfyllst,
f.h. ríkisskattstjóra
Ólafur Ólafsson.