Dagsetning                       Tilvísun
7. maí 1990                              68/90

 

Virðisaukaskattur (innskattur) af jeppabifreið.

Vísað er til bréfs yðar, dags. 20. janúar sl., þar sem spurt er hvort telja megi til innskatts þann virðisaukaskatt sem þér greiðið af kostnaði við rekstur jeppabifreiðar (Landrover, árg. 1971) sem eingöngu er notuð til búrekstrar. Fram kemur i bréfinu að skattstjóri hafi á undanförnum árum fallist á að allur kostnaður við jeppann sé færður til gjalda á landbúnaðarskýrslu.

Til svars erindinu sendist yður hér með ljósrit af bréfi ríkisskattstjóra til bifreiðaumboðanna, dags. 5. mars sl. Þar kemur m.a. fram að það ræður úrslitum um heimild til frádráttar innskatts vegna kostnaðar við rekstur bifreiða sem eingöngu eru notaðar við virðisaukaskattsskylda starfsemi hvort um sé að ræða fólksbifreið eða sendiferða/vöruflutningabifreið í skilningi laga og reglna um virðisaukaskatt. Jeppabifreiðar falla almennt í flokk fólksbifreiða í þessu sambandi.

 

Virðingarfyllst,

f.h. ríkisskattstjóra,

Ólafur Ólafsson.

 

Meðf..: Bréf RSK 5. mars 1990.