Dagsetning                       Tilvísun
8. maí 1990                              70/90

 

Virðisaukaskattur – dáleiðslusýningar.

Fjármálaráðuneytið hefur 4. maí sl. sent ríkisskattstjóra til afgreiðslu erindi yðar, dags. 10. apríl sl., þar sem óskað er eftir upplýsingum um það hvort sýningar í Háskólabíói með dávaldinum P séu undanþegnar virðisaukaskatti. Er í því sambandi vísað til 4. tölul. 3. mgr. gr. laga um virðisaukaskatt, svo og þess að ekki hafi þurft að greiða söluskatt af samskonar sýningum.

Af þessu tilefni skal tekið fram að skattskylda samkvæmt lögum um virðisaukaskatt nær skv. 2. mgr. 2. gr. laganna til allrar vinnu og þjónustu, hverju nafni sem nefnist, sem ekki er sérstaklega undanþegin skattinum. Ekki verður talið að dáleiðslusýningar falli undir ákvæði 4. tölul. 3. mgr. 2. gr. laganna, en með orðinu „leiksýning“ í því ákvæði felst að mati ríkisskattstjóra flutningur leikverks í hinni hefðbundnu merkingu þess orðs. Aðgangseyrir að umræddum dáleiðslusýningum er því að mati ríkisskattstjóra virðisaukaskattsskyldur.

 

Virðingarfyllst,

f.h. ríkisskattstjóra

Ólafur Ólafsson.