Dagsetning                       Tilvísun
18. maí 1990                              75/90

 

Virðisaukaskattur – birtingarréttur ljósmynda.

Vísað er til bréfs yðar, dags. 11. mars sl., þar sem óskað er álits ríkisskattstjóra á því hvort sala á birtingarrétti ljósmynda til ýmissar notkunar sé skattskyld samkvæmt lögum um virðisaukaskatt.

Að áliti ríkisskattstjóra ber að innheimta og skila virðisaukaskatti af sölu réttar til notkunar ljósmynda t.d. á almanök, póstkort, jólakort, vöruumbúðir og auglýsingar, svo og í bæklinga, bækur, blöð, tímarit og fleira. Skiptir ekki máli hvort kaupandi endurselur ljósmyndina í einhverju formi eða notar hana til kynningar á starfsemi sinni eða fyrirtæki.

 

Virðingarfyllst,

f.h. ríkisskattstjóra

Ólafur Ólafsson.