GagnaverSignatus2015-06-22T16:04:54+00:00
Gagnaver:
Um tíma voru í gildi undanþágur frá vsk vegna innflutnings á búnaði í gagnaver. Nú er ekki um slíkar undanþágur að ræða.
Miklu máli skiptir að meta hvort erlendur aðili, sem hefur aðstöðu (eigin eða leigða) fyrir búnað sinn hér á landi, myndi fasta starfsstöð með notkun
búnaðarins.
Ef svo er ber aðilanum að skrá sig sem lögaðila hér á landi og skila framtali og greiða tekjuskatt. Stofn skattskyldra tekna getur ráðist af
mati skattyfirvalda á virði þeirrar þjónustu sem talin er fara úr landi (transfer pricing).
Ef ekki er um fasta starfsstöð að ræða þarf aðilinn hvorki að skrá sig hér sem lögaðila né skila tekjuskatti. Einnig er þá mögulegt
(með réttri uppsetningu) að flytja búnað til landsins án þess að hinn erlendi aðili þurfi að greiða vsk af kaupverði/leiguverði.