Dagsetning Tilvísun
18. maí 1990 78/90
Virðisaukaskattur
Vísað er til bréfs yðar, dags. 9. febrúar sl., þar sem óskað er eftir áliti ríkisskattstjóra á því hvort reikna skuli iðgjöld til Lífeyrissjóðs bænda af búvöruverði án virðisaukaskatts eða með virðisaukaskatti. Í bréfinu kemur fram að samkvæmt lögum um lífeyrissjóðinn skuli iðgjöld sjóðfélaga innheimt af búvöruverði og vera 1,25% af verði til framleiðanda. Skal gjald þetta dregið frá búvöruverði til sjóðfélaga og innheimt á sama hátt og búnaðarmálasjóðsgjald samkvæmt lögum nr. 40/1982.
Af þessu tilefni skal tekið fram að virðisaukaskattur sem bændur og aðrir skattaðilar innheimta telst ekki til tekna þeirra, heldur er hér um fjármuni að ræða sem skila ber í ríkissjóð. Að áliti ríkisskattstjóra er því ljóst að virðisaukaskattur er ekki hluti búvöruverðs til framleiðenda.
Virðingarfyllst,
f.h. ríkisskattstjóra
Ólafur Ólafsson.