Dagsetning                       Tilvísun
18. júní 1990                              98/90

 

Virðisaukaskattur – hestaferðir, sala hesta o.fl.

Vísað er til bréfs yðar, dags. 29. janúar sl., um virðisaukaskatt af starfsemi félagsins. Fram kemur í bréfinu að félagið skipuleggi hestaferðir um hálendið og í byggð.

Leiga lausafjár í atvinnuskyni er virðisaukaskattsskyld starfsemi, þ.m.t. hestaleiga. Í þessu sambandi skal þó tekið fram að svonefndar hestaferðir eru að áliti ríkisskattstjóra undanþegnar virðisaukaskatti skv. 6. tölul. 3. mgr. 2. gr. laga um virðisaukaskatt (fólksflutningar). Með „hestaferð“ er átt við skipulagða hópferð á hestum undir leiðsögn fararstjóra.

Leiðsögn sem veitt er í atvinnuskyni er virðisaukaskattsskyld þjónusta.

Framangreind undanþága nær aðeins til endurgjalds vegna þeirrar þjónustu sem félagið veitir (hestaferðir), en ekki til virðisaukaskatts (innskatts af aðföngum til starfseminnar. Þannig verður félagið – sem tekur hesta á leigu hjá bændum til ferðanna – að greiða virðisaukaskatt af þeim leigugreiðslum og fær hann ekki frádreginn eða endurgreiddan.

 

Virðingarfyllst,

f.h. ríkisskattstjóra,

Ólafur Ólafsson.