Dagsetning Tilvísun
6. sept.1991 102/90
Með bréfi yðar, dags. 19. þ.m., er þess farið á leit við ríkisskattstjóra að framlengd verði um sex mánuði heimild til að skipta endurgjaldi fyrir mál, sem til uppgjörs kemur eftir áramótin 1989/90 og hefur að hluta til verið unnið fyrir áramót, í annars vegar endurgjald fyrir söluskattsskylda þjónustu og hins vegar virðisaukaskattsskylda þjónustu, sbr. bréf ríkisskattstjóra frá 17. janúar sl.
Fallist er á erindið. Rétt er að ítreka að skipting skal byggjast á sannanlegu vinnuframlagi lögmanns og/eða starfsfólks hans fyrir og eftir áramótin, þ.e. vera grundvölluð á tímaskráningu, dagbók eða öðrum gögnum. Skilyrði þess að lögmaður nýti sér þessa aðferð er að hann beiti henni á öll mál sem ólokið er um áramót. Reikning vegna söluskattsskylds hluta þjónustunnar skal gefa út í síðasta lagi 31. desember 1990. Jafnframt skal minnt á að lögmaður hefur aðeins rétt til að telja virðisaukaskatt af aðföngum til innskatts að því leyti sem um virðisaukaskattsskylda veltu er að ræða á árinu.
Virðingarfyllst,
f.h. ríkisskattstjóra,
Ólafur Ólafsson.