Dagsetning                       Tilvísun
3. júní 1990                             103/90

 

Virðisaukaskattur – reykköfunartæki skipa.

Vísað er til bréfs yðar, dags. 22. febrúar sl., þar sem spurt er hvort innheimta beri virðisaukaskatt af sölu, viðhaldi og eftirliti með reykköfunartækjum og skyldum búnaði um borð í skip.

Til svars erindinu skal tekið fram að samkvæmt ákvæði 7. tölul. 1. mgr. 12. gr. laga um virðisaukaskatt er viðgerðar- og viðhaldsvinna við skip og fastan útbúnað þeirra, svo og sala varahluta sem viðgerðaraðili notar i því sambandi, undanþegin skattskyldri veltu.

Með föstum útbúnaði skips er – eins og fram kemur í greinargerð fumvarps til laga um virðisaukaskatt – aðallega átt við útbúnað sem er fastur (nagl- eða skrúfufastur) við skip, t.d: fjarskiptabúnað, ratsjá og önnur siglingatæki, en ákvæðið nær einnig til björgunarbáta og annars öryggsútbúnaðar. Ný tæki sem sett eru í skip falla einnig undir þetta ákvæði.

Samkvæmt framansögðu verður.að telja að sala og uppsetning á reykköfunartækjum og öðrum öryggisútbúnaði um borð í skip sé undanþegin skattskyldri veltu (beri „núll-skatt“) þegar seljandi setur tæki þessi niður í viðkomandi skip. Viðgerðar- og viðhaldsvinna á slíkum tækjum og búnaði er einnig undanþegin skattskyldri veltu.

Undanþáguákvæðið á ekki við í þeim tilvikum þegar fyrirtæki selur tæki, búnað, efni eða varahluti í skip án þess að annast sjálft viðgerð eða uppsetningu.

Einnig skal tekið fram að ákvæðið nær ekki til skemmtibáta og skal því ætíð innheimta virðisaukaskatt af viðgerðar- og viðhaldsvinnu, svo og efni og varahlutum til þeirra. Þeir aðilar sem selja þjónustu og vörur samkvæmt þessari undanþágu skulu geta þess á reikningi við hvaða skip var

 

Virðingarfyllst,

f.h. ríkisskattstjóra,

Ólafur Ólafsson.