Dagsetning                       Tilvísun
3. júní 1990                            104/90

 

Virðisaukaskattur – líkamsæfingar í hreyfibekkjum.

Vísað er til bréfs yðar, dags. 3. janúar sl. , þar sem spurt er um virðisaukaskatt af starfsemi fyrirtækisins. Í bréfinu segir:

„Um er að ræða líkamsæfingar sem gerðar eru með aðstoð hreyfibekkja sem hjálpa fólki með æfingarnar og létta undir með þeim sem erfiðara eiga með að hreyfa sig af sjálfsdáðum, svo sem eldra fólk og fl.“

Til svars erindinu skal tekið fram að skv. 5. tölul. 3. mgr. 2. gr. laga um virðisaukaskatt er aðgangseyrir að heilsuræktarstofum undanþegin virðisaukaskatti. Sú starfsemi sem lýst er í bréfinu virðist falla undir undanþáguákvæði þetta.

 

Virðingarfyllst,

f.h. ríkisskattstjóra,

Ólafur Ólafsson.